Ítalíuferðir eru í samstarfi við ítölsku ferðaskrifstofuna Kailas, www.kailas.it sem sér um skipulagningu og leiðsögn á ferðum okkar um Ítalíu.  Kailas fer með ferðamenn víða um heim og er Ísland þeirra aðal áfangastaður, en heimasíða þeirra geologicaltours.it er ætluð þeim sem vilja heimsækja Ítalíu – The Italian Outdoor.

geological_tours
Í okkar ferðum færðu ítalskan leiðsögumann sem þekkir sína heimaslóðir, veit um bestu leiðirnar til að ganga eða hjóla, þekkir bestu veitingahúsin sem fáir túrsitar koma á og kann skil á jarðfræði, náttúru og menningu.  Okkar leiðsögumenn eru annað hvort jarðfræðingar eða líffæðingar, margir með doktorsgráðu í sínu fagi.

Við viljum njóta náttúrunnar í útivist á hreyfingu, borða góðan mat og drekka góð vín. Þessu fáum við að kynnast á göngu, á hjóli eða jafnvel á bát.  Við notum bíla eða litlar rútur til að komast á milli staða en upplifun er auðvitað best þegar þú færð að snerta og smakka. Leggjum áherslu á að nota þjónustu innfæddra, borða þeirra mat og kynnast menningu þeirra.  Það er best gert með því að ferðast í litlum hópum og dvelja á litlum hótelum með persónulega þjónustu.

Við elskum náttúruna og gæði landsins, nýtum það af virðingu. Njótum lífsins og skemmtum okkur.

Við höfum farið árlega með hópa til Ítalíu síðan 2006, til Sardiníu, Sikileyjar, N-Ítalíu, til Dolomitanna og stefnum á nýja staði á árinu.
IMG_5858
Samstarfsaðilar:

geologicaltours.it

facebook.com/Italiuferdir

piemontexperiences.it

youtube.com/user/Piedmont4you

youtube.com/channel/kailasviaggi

Leave a Reply