Átta daga útivistaferð, á sumarleyfisstað sem ítalir elska við Liguria-flóann. Þar er hjólað er við vestanverðan flóann upp og niður hæðir og um dali sem eru umvafðir miðjarðarhafs gróðri. Þar eru vinsælustu klifurveggir Evrópu innan seilingar og urmul fallegra hjólaleiða. Gist er á hóteli við ströndina í Finale. Eftir þrjá hjóladaga flytjum við okkur frá sandströndunum vestanmegin yfir að klettaströndunum austanmegin. Við förum í gönguferðir um Cinque Terre (þorpin fimm) sem eru á heimsminjaskrá Unesco. Þorpin eru þekkt fyrir sérstaka staðsetningu því þau hanga á klettabrúnum með himinbláan sjóinn fyrir neðan og landslagið er stórkostlegt.
DAGSKRÁ
Dagur 1.
Ferðadagur – flogið til Mílanó og þaðan ekið til Finale Liguria, Rútferðin tekur um 2,5 tíma.
Gistum í fjórar nætur á þægilegu hóteli við sjóinn
Dagur 2:
Eftir morgunmat hjólum við til Borgio Verezzi og skoðum sérkennilega lagaðan dropa-/kalksteins helli sem búið var í við upphaf siðmenningar. Verezzi er miðaldar borg, byggð upp á hæð, með ótrúlegu útsýni til sjávar. Hér sjást ennþá upprunalegu strætin og steinbyggðu húsin, einnig falleg kirkja frá 11. öld. Á bakaleiðinni hjólum við undir „Capra Zappa” hamraveggnum 3. tíma hjólatúr, en við á ferðinni allan daginn. Kvöldverður á Hóteli
Dagur 3.
Eftir morgunmat hjólum við upp Ponci dalinn sérstaklega til að skoða brú frá tímum rómverja og þorpið Boragni sem er falið í skóginum við snarbratta klifurveggi. Ef hópurinn er til í létt offroad, förum við að Pian Marino, sem er fallegur staðurí fjöllunum og að hinu þekkta Final Borgo sem er mjög gamalt og fallegt borgarvirki.
3-4 tíma hjólatúr. Hádegismatur á Agriturismo. Kvöldverður (ekki innifalin
Dagur 4.
Eftir morgunmat hjólum við til San Bernardino í fallegu umhverfi með gömlum byggingum og skógarrjóðrum. Við njótum útsýnis til sjávar og sveitakyrrðarinnar og litlu kaffihúsanna á leið til Noli sem er gömul rómverskt höfn í fallegu umhverfi, en þar borðum við hádegismat og göngum að þorpsturninum.
3 . 4. tíma hjólatúr. En á heimleiðinni stoppum við á lítilli falinni strönd og böðum okkur í tærum sjónum.
Kvöldverður (ekki innifalin) á það sem þeir kalla Agriturismo (Beint frá býli/ eða úr héraði).
Dagur 5. Eftir morgunmat skráum við okkur út af hóteli og höldum í klukkutíma rútuferð til Genova, gamallar hafnarborgar, þar sem að við stoppum áður en lengra er haldið og göngum um gamlar þröngar götur og skoðum byggingar frá 16 og 17 öld. Smá verslunnartími/kráarstopp áður en rútuferðin heldur áfram yfir á austanverðan Liguriaflóann að hóteli í Santa Margherita Ligure þar sem að við gistum næstu þrjár nætur. Santa Margherita er rétt við Portofino sem er í framhaldi af Cinque Terre. Kvöldverður á hóteli
Dagur 6. Eftir morgunverð tökum við lest, sem er besta leiðin til að komast að Cinque Terre þorpunum. Við heimsækjum þorpið Corniglia, með sína litlu strönd og húsin eins og hangandi á milli klettanna. Við göngum eftir litlum stígum á milli einhverra þorpa, líklega frá Vernazza til Monterosso ( fer eftir hvaða stígar eru opnir). Ótrúleg upplifun að sjá þessi sérstöku klettaþorpum sem eru á heimsminjaskrá með himinbláan sjóinn fyrir neðan en fólk fær borgað fyrri að búa þar og viðhalda gamalli búsetuhefð. Göngum í 4-5 tíma en gerum ráð fyrir heilum degi til að upplifa sem mest og slappa af inn á milli. Tökum lestina til baka til Santa Margherita. Kvöldverður á hóteli
Dagur 7. Eftir morgunverð förum við í stutta bátsferð og siglum til Portofino sem er eftirsóttur staður fyrir flottar skútur og sumarhús fræga fólksins. Síðan göngum við einstaklega skemmtilega leið frá Portofino til Camogli. Við stefnum á að ná fyrir hádegi að gamla klausturbænum San Fruttuoso sem er við einangraða strönd inn í miðjum sjávarþjóðgarði Portofino. Við höldum áfram til Camogli og njótum sólsetursins yfir snarli áður en við höldum til Santa Margherita með lest. Göngum í 5 tíma en gerum ráð fyrir öllum deginum.Kvöldverður í Camogli eða í Santa Margherita-ekki innifalið.
Dagur 8. Ferðadagur – þriggja tíma rútuferð til Malpensa flugvallar í Mílanó og komum heim kát og glöð.
Hitinn er um 24 – 28°C, við Liguria á haustin og vorin ( maí/júni og september/október – fullkomið útivistaveður.
Verðið er breytilegt -fer eftir fjölda og hvenær ársins er farðið en er ca €1500 (Evrur)+ flug miðast við 12-14 manns með íslenskum hópstjóra.
Innifalið í verði: Rútuferðir til og frá flugvelli, einnig á milli Finale og Santa Margherita, þriggja stjörnu hótel, 7 nætur í tveggjamanna herbergjum með morgunverði og kvöldverðir 4 kvöld, leiga á hjólum í 3 daga, aðgangseyrir í helli, lestarfargjöld í gönguferðunum um þorpin fimm, ítalskur enskumælandi jarðfræðimenntaður leiðsögumaður, íslenskur hópstjóri.
Ekki innifalið: Hádegisverðir, viljum getað haft frjálslegan hátt á því og notið þess sem er í boði á hverjum staðog þá jafnvel picnik. Kvöldverðir í 3 kvöld (pizzustaður er alltaf ómissandi hluti af Ítalíuferð)
Upplýsingar gefur Alda 8613436 aldpet@centrum.is og Helga 8982026 italiuferdir@hive.is